Stofnun og rekstur tónminjasafns á Stokkseyri

Mánudaginn 19. febrúar 2001, kl. 19:07:21 (4803)

2001-02-19 19:07:21# 126. lþ. 72.13 fundur 262. mál: #A stofnun og rekstur tónminjasafns á Stokkseyri# þál., KF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 72. fundur, 126. lþ.

[19:07]

Katrín Fjeldsted (andsvar):

Herra forseti. Já, við skulum endilega fá sem flesta til að reyna að staðsetja þetta tónlistargen.

En ég kem upp í andsvar vegna þess að mér datt í hug að á Stokkseyri eða þar sem safninu yrði komið fyrir væri auðvitað tilvalið að koma upp afdrepi, t.d. fyrir tónskáld sem eru alltaf að leita að næði, auðvitað inspírasjón en einnig næði frá erli hvunndagsins og frá heimsins glaumi. Hvar er betra að finna slíkt en með brim í bakgrunni? Tengja þetta tvennt.