Lagaráð

Þriðjudaginn 20. febrúar 2001, kl. 15:21:35 (4825)

2001-02-20 15:21:35# 126. lþ. 73.7 fundur 76. mál: #A lagaráð# frv., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 126. lþ.

[15:21]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er eftir öðru hjá hæstv. forseta þingsins sem á auðvitað að hafa það hlutverk að styðja okkur þingmenn í því að bæta stöðu þingsins en ekki vera með útúrsnúninga eins og hann hefur hvað eftir annað verið með í þessari umræðu. Það er mjög sérstakt að eina innlegg hæstv. forseta í málið er að setja fyrir sig að einhver kostnaður gæti verið þessu samfara. Mér finnst, herra forseti, vera fyrir neðan virðingu forseta að tala með þeim hætti sem hann gerir. Ekki mun standa á okkur, herra forseti, að sjá til þess að fundið verði fjármagn á móti því sem það kostar að setja á fót slíkt lagaráð ef ekki fer sem horfir að hæstv. forseti ætli að bregða fæti fyrir jafnsjálfsagðan hlut og er hér á ferðinni.