Lagaráð

Þriðjudaginn 20. febrúar 2001, kl. 15:50:23 (4832)

2001-02-20 15:50:23# 126. lþ. 73.7 fundur 76. mál: #A lagaráð# frv., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 126. lþ.

[15:50]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. talar um drastísk viðbrögð. Ég skil ekki alveg samhengið og átta mig ekki alveg á þessari lýsingu enda sá ég ekki sjálfan mig hér í þessum ræðustól.

Hv. þm. talar um að lagaráð eigi að tryggja að löggjöf sé í samræmi við stjórnarskrá og alþjóðasamninga. Hugsar þá hv. þm. sér að lagaráð hafi frumkvæði að lagasetningu í þinginu? Er það það sem hv. þm. á við?