Lagaráð

Þriðjudaginn 20. febrúar 2001, kl. 15:51:05 (4833)

2001-02-20 15:51:05# 126. lþ. 73.7 fundur 76. mál: #A lagaráð# frv., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 126. lþ.

[15:51]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki hvort það þjónar einhverjum tilgangi að elta ólar við orðalag af þessum hætti eða útúrsnúninga. Ef hv. þm. hefði lesið frv. þá má glöggt greina að lagaráðið á að koma að þessum málum eftir að þau eru lögð fram og leggja til reglur þannig að vandað sé til undirbúnings slíkra mála. Að lagaráðið hafi frumkvæði að því að lögð séu hér fram frv. er í raun og veru orðhengilsháttur sem er algjörlega ástæðulaust að elta ólar við.