Lagaráð

Þriðjudaginn 20. febrúar 2001, kl. 15:51:49 (4834)

2001-02-20 15:51:49# 126. lþ. 73.7 fundur 76. mál: #A lagaráð# frv., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 126. lþ.

[15:51]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það er erfitt að ná því fram að flutningsmenn frv. svari málefnalega því sem spurt er um.

Nú vitum við þegar alþjóðasamningar hafa verið samþykktir á Alþingi að því þarf oft að fylgja eftir með lagafrv., með lögum. Og athugasemdir umboðsmanns Alþingis, sem hér hefur verið vitnað til, lúta að því, þannig að spurning mín snýr beint að þeim efnisatriðum sem flutningsmenn frv. hafa sjálfir fitjað upp á.