Lagaráð

Þriðjudaginn 20. febrúar 2001, kl. 16:09:28 (4837)

2001-02-20 16:09:28# 126. lþ. 73.7 fundur 76. mál: #A lagaráð# frv., forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 126. lþ.

[16:09]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er afar þýðingarmikið andsvar og það er þýðingarmikið að heyra það frá hv. þm. sem í nefndinni sat og hér var umrædd, að í rauninni, eins og hún lýsti þessu sjálf, þá hefðu þessir prófessorar ekki haft þá fyrirvara, þessa algjöru fyrirvara eins og hún leyfði sér að segja hér í fyrri ræðu sinni. (Gripið fram í.) Hún sagði það í fyrri ræðu sinni --- þú skalt bara lesa það, hv. þm., þegar þú færð afritið --- þeir hefðu haft algjöra fyrirvara, eins fulla fyrirvara og þeir gátu haft í nefndinni. Svo segir hún núna að þeir hefðu sagt að þeir hefðu haft lítinn tíma. Það hefði þýtt að þeir hefðu haft fulla fyrirvara. Mér finnst alveg agalegt fyrir þingmann að þurfa að lenda í því að svara hér með þessum hætti.