Lagaráð

Þriðjudaginn 20. febrúar 2001, kl. 16:11:14 (4839)

2001-02-20 16:11:14# 126. lþ. 73.7 fundur 76. mál: #A lagaráð# frv., forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 73. fundur, 126. lþ.

[16:11]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Þau sjónarmið mín komu fram í ræðu minni sem ég flutti áðan. Ég vek líka athygli á því að þeir annmarkar sem umboðsmaður Alþingis hefur gert athugasemdir við til að mynda hafa oftast nær verið í eldri lögum. Menn hafa varað sig mjög nú á því að hafa lög og reglur skýrar og heimildir til reglugerðar skýrar. Hins vegar undrar mig að hv. þm. skuli telja þann atburð að hér skuli hafa tekist að draga það upp úr hv. þm. að hún fór rangt með það að menn hefðu haft hér fyrirvara, og hún kallar það bara venjulegt karp.