Börn og auglýsingar

Miðvikudaginn 21. febrúar 2001, kl. 14:27:39 (4917)

2001-02-21 14:27:39# 126. lþ. 75.7 fundur 459. mál: #A börn og auglýsingar# fsp. (til munnl.) frá viðskrh., DSigf
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 126. lþ.

[14:27]

Drífa J. Sigfúsdóttir:

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Ástu Möller fyrir að vekja athygli á þessu máli. Þetta er mjög mikilvægt og ég held að það sé mikilvægt að við tökum betur á þessu máli en gert hefur verið og það er rétt einmitt að þessi aldurshópur, unglingar, er mjög viðkvæmur hópur neytenda.

Eitt hef ég séð gerast núna síðustu árin og það er hvað netið er orðið sterkt. Börn sem eru ein heima fara á netið og sumir framleiðendur eru með netsíður sem eru skemmtilegar og ætlaðar börnum. Þar skrá þeir niður upplýsingar um áhugasvið barnanna sem þeir nýta svo þegar börnin fara næst á netið. Ég held að það þurfi að skoða betur hvernig við getum tekið á þessu og taka þá þennan nýja miðil, netið, inn í þá umræðu.