Réttur til að kalla sig viðskiptafræðing

Miðvikudaginn 21. febrúar 2001, kl. 14:42:56 (4923)

2001-02-21 14:42:56# 126. lþ. 75.8 fundur 457. mál: #A réttur til að kalla sig viðskiptafræðing# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., Fyrirspyrjandi DSigf
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 126. lþ.

[14:42]

Fyrirspyrjandi (Drífa J. Sigfúsdóttir):

Herra forseti. Ég þakka ráðherra fyrir svörin. Út af fyrir sig skil ég að ráðherra eigi ekki gott með að koma saman nefnd þegar um skipan hennar ríkir ósamkomulag. Þá hygg ég betra, eins og hann sagði, að Alþingi taki frumkvæðið og leysi úr þessu máli. Ég get líka tekið undir með hæstv. menntmrh. að eðlilegra sé að slík leyfi veiti frekar önnur ráðuneyti. Ég held að það sé rétt, t.d. miðað við skiptingu dómsvalds, framkvæmdarvalds o.s.frv., og miklu eðlilegra að mörgu leyti.

Um það hvort vera eigi í gildi lög um það hvort þessi eða hinn megi kalla sig öðru nafni má deila. Ýmsar stéttir bera samt viðurkennda nafnbót. En á meðan lögin eru svona finnst mér mikilvægast að allir sitji við sama borð. Ég mun legga fram frv. til að fá þetta leiðrétt.