Réttur til að kalla sig viðskiptafræðing

Miðvikudaginn 21. febrúar 2001, kl. 14:44:03 (4924)

2001-02-21 14:44:03# 126. lþ. 75.8 fundur 457. mál: #A réttur til að kalla sig viðskiptafræðing# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., menntmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 126. lþ.

[14:44]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Ég fagna því að hv. þm. ætla að leggja fram frv. til að taka af skarið með að nemendur sem útskrifast hafa með BS-próf frá viðskiptadeildum Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Akureyri og Viðskiptaháskólanum á Bifröst fái heimild til að kalla sig viðskiptafræðing. Það er eðlilegur vettvangur hér á þinginu að taka afstöðu til þess þar sem þetta er í lögum.

Ég vil einnig hvetja hv. þm. til að velta því fyrir sér við þá breytingu hvort ekki eigi að flytja málið úr höndum menntmrn. yfir til iðn.- og viðskrn. Það yrði meinalaust af minni hálfu.