Andúð gegn útlendingum

Mánudaginn 26. febrúar 2001, kl. 15:27:38 (4940)

2001-02-26 15:27:38# 126. lþ. 76.1 fundur 323#B andúð gegn útlendingum# (óundirbúin fsp.), ÞSveinb
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 126. lþ.

[15:27]

Þórunn Sveinbjarnardóttir:

Herra forseti. Hér á landi eru búsettir sjö þúsund útlendingar. Nokkur hundruð þeirra teljast flóttamenn, líklega 100--200 þannig að allur þorri þessa fólks er ekki flóttamenn. Vissulega hefur okkur tekist mjög vel að taka á móti flóttamönnum, ég get tekið undir með hæstv. ráðherra með það.

En viðhorfsbreytingin verður ekki nema fræðslan sé fyrir hendi, það þekkjum við úr öðrum málaflokkum. Viðhorfsbreytingin verður ekki nema við kennum börnunum okkar að bera virðingu fyrir öllum manneskjum hvernig sem þær líta út eða hvaðan sem þær koma og það er verkefni stjórnvalda, herra forseti.