Viðbúnaður gegn gin- og klaufaveikifaraldri í Englandi

Mánudaginn 26. febrúar 2001, kl. 15:39:13 (4948)

2001-02-26 15:39:13# 126. lþ. 76.1 fundur 325#B viðbúnaður gegn gin- og klaufaveikisfaraldri í Englandi# (óundirbúin fsp.), KPál
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 126. lþ.

[15:39]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. landbrh. fyrir en mig langar til að forvitnast um það hvort einhver reglugerð sé í smíðum vegna þessa máls sérstaklega, hvort sérstakar varúðarráðstafanir verði gerðar vegna innflutnings á gæludýrafóðri sem við vitum að kemur frá Bretlandi. Stendur til að skoða þann innflutning og munu menn reyna að gera sér grein fyrir því hvaðan fólk er að koma, t.d. hvort það kemur frá Bretlandi? Smitið berst mjög auðveldlega með skóm og fólki og er því mun alvarlegra fyrir vikið.