Viðbúnaður gegn gin- og klaufaveikifaraldri í Englandi

Mánudaginn 26. febrúar 2001, kl. 15:40:02 (4949)

2001-02-26 15:40:02# 126. lþ. 76.1 fundur 325#B viðbúnaður gegn gin- og klaufaveikisfaraldri í Englandi# (óundirbúin fsp.), landbrh.
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 126. lþ.

[15:40]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson):

Hæstv. forseti. Ég get ekki farið nákvæmlega yfir það sem til stendur. Eins og menn þekkja verður að treysta mjög á dómgreind og skynsemi þjóðarinnar í þessu máli. Eins þarf að huga að því hvernig við tökum á móti ferðamönnum sem hingað koma frá útlöndum. Ég hygg að við eigum ekki mikil viðskipti við Breta. Við höfum bannað innflutning þaðan. Þar hefur verið hættuástand á öðrum sviðum þannig að þaðan er ekki mikill innflutningur. Þetta er á borði yfirdýralæknis og hann gefur út þessa aðvörun, sem er mjög mikilvæg. Ég hef í raun ekkert frekar um málið að segja sem stendur nema að ég vil hvetja hv. þm. til þess að fara sjálfa varlega. Ég treysti þjóðinni nokkuð í þessum efnum.