Útlán bankanna til einstaklinga

Mánudaginn 26. febrúar 2001, kl. 15:45:45 (4953)

2001-02-26 15:45:45# 126. lþ. 76.1 fundur 326#B útlán bankanna til einstaklinga# (óundirbúin fsp.), viðskrh.
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 126. lþ.

[15:45]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Auðvitað er hv. þm. heimilt að kalla til forsrh. eins og aðra ráðherra, það hlýtur að vera. Ég misskil þetta kannski eitthvað en ég get ekki neitað því að ég hef ekki fyrst og fremst áhyggjur af skuldastöðu ef fólk ræður við skuldirnar. Það hlýtur að vera aðalatriðið. Ef fólk ræður ekki við að greiða skuldir sínar þá hef ég áhyggjur. (Gripið fram í.) Fólk má skulda fyrir mér ef það getur borgað.

En fólk er því miður allt of duglegt við að taka lán og bjarga sér áfram á alls konar lánum sem eru dýr og það spennir bogann of hátt. Ég held að við verðum líka, hv. þm., að tala svolítið til einstaklinganna, fólksins sem er að taka slík lán. Það verður að gera sér grein fyrir og hafa það í huga allan tímann að það þarf að borga lánin sín.

Ég ítreka það sem ég sagði í upphafi: Vanskil eru minni og það segir okkur að fólk hafi það bærilegt og það er mikilvægt.