Viðgerðir á tveim varðskipum erlendis

Mánudaginn 26. febrúar 2001, kl. 15:52:54 (4957)

2001-02-26 15:52:54# 126. lþ. 76.1 fundur 327#B viðgerðir á tveim varðskipum erlendis# (óundirbúin fsp.), dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 76. fundur, 126. lþ.

[15:52]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir):

Herra forseti. Ég fer þess eindregið á leit að hv. þm. upplýsi mig um hvað hefur ekki verið gert í málinu. Ég vil taka fram að það er stefnan í Evrópu núna að styrkja þær stöðvar sem stunda skipasmíði til að byggja sig upp en hætt er að niðurgreiða framleiðsluna.

Einnig er rétt að hægt er að hafa útboðsskilmála á íslensku en hins vegar verður að athuga að allir þeir erlendu aðilar sem eru með sérstaka umboðsmenn hér á landi mundu þá bara þýða þá skilmála. Hins vegar er margt tæknilega flókið í þessum málum sem íslensku aðilarnir gætu kannski sett sig betur inn í og ég tel fyllilega ástæðu til að skoða það. Fundir voru með hæstv. iðnrh. og hæstv. fjmrh. þar sem þessi mál voru rædd og ég vænti þess að við fáum einhverjar ábendingar út úr þeim viðræðum.

Ég tek undir og undirstrika það að ég hef fullan skilning á málflutningi íslenskra járniðnaðarmanna og fulltrúa Samtaka íslensks iðnaðar. Ég fullyrði að þau sjónarmið voru höfð í huga við meðferð málsins. En við erum auðvitað bundin af lögum og reglum um útboð og um Evrópska efnahagssvæðið.