Rannsóknir í þágu atvinnuveganna

Þriðjudaginn 27. febrúar 2001, kl. 15:41:30 (5021)

2001-02-27 15:41:30# 126. lþ. 77.6 fundur 414. mál: #A rannsóknir í þágu atvinnuveganna# (aðild RALA að hlutafélögum) frv., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 126. lþ.

[15:41]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Bara svo það sé ljóst, þá sagði ég ekki í máli mínu að verið væri að flytja stofnanir upp á Keldnaholt, það er rangt hjá hæstv. ráðherra.

En hitt finnst mér, herra forseti, að hæstv. ráðherra geti þá ósköp vel svarað því hreint út að þetta sé ekki liður í því, ef það er svo. Hann er spurður um hvort það sé liður í og fyrstu skref í að hlutafélagavæða og einkavæða stofnunina. (Landbrh.: Ég svaraði því áðan.) Hann getur þá bara svarað því hreint út. Ég er ekkert að leggja dóm á það, þetta getur vafalaust verið hið besta mál og kom einmitt inn á það í ræðu minni að það geti vafalaust verið það. Ég spyr aðeins um hvaða hluta af heildarmynd í starfsemi rannsókna- og menntastofnana landbúnaðarins er hér verið að vinna. Skoðun mín er sú og mat mitt er það að það sem verið er að gera eigi að taka mið af þeirri heildarsýn til framtíðar. Og það er um það sem ég spurði, herra forseti, og hæstv. ráðherra gat ekki svarað. (Landbrh.: Ég svaraði.)