Biðlistar hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands

Miðvikudaginn 28. febrúar 2001, kl. 15:23:54 (5088)

2001-02-28 15:23:54# 126. lþ. 79.6 fundur 388. mál: #A biðlistar hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur, 126. lþ.

[15:23]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir að þessi umræða er mjög góð og hún er mjög þörf. Ég vona að ekki líði langur tími þar til ég get kynnt á Alþingi nýtt frv. til laga um þessa mikilvægu stofnun sem eigi að koma þessum málum til betri vegar.

Ég vil alls ekki að það skiljist svo hér að við höfum verið að minnka fjármagn til stofnunarinnar, við höfum auðvitað verið að auka það. En eins og ég segi er tæknin er svo dýr, hún er svo hröð og þessi nýja tækni gefur mikla möguleika. Við höfum t.d. verið að styrkja þá möguleika sem börn og ungmenni hafa í dag en höfðu ekki fyrir fáum árum. Það eru auðvitað hlutir sem við eigum líka að gleðjast yfir. En betur má ef duga skal. Ef menn eru samstiga í því að nýta þetta fjármagn sem allra best, nýta þá aðstöðu sem fyrir er úti á landi, er ekki neitt stórt átak að koma þessu í gott lag.