Sálfræði- og geðlæknisþjónusta við fólk í sjálfsvígshugleiðingum

Miðvikudaginn 28. febrúar 2001, kl. 15:34:20 (5093)

2001-02-28 15:34:20# 126. lþ. 79.7 fundur 434. mál: #A sálfræði- og geðlæknisþjónusta við fólk í sjálfsvígshugleiðingum# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur, 126. lþ.

[15:34]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Ég ætlaði að koma að því þegar þar að kæmi, þ.e. í fyrirspurn frá Ástu R. Jóhannesdóttur um forvarnastarf gegn sjálfsvígum, einmitt því atriði sem hér hefur verið spurt um. En nefnd á vegum landlæknisembættisins hefur verið að fara yfir þessi mál og Högni Óskarsson geðlæknir er formaður þeirrar nefndar. Drög að tillögum eru að koma í hús. Nefndin hefur haft samvinnu við fjöldann allan af heilbrigðisstarfsmönnum, fjölda aðila úr skólakerfi, dómskerfi, frá kirkjunni, lögreglunni og Neyðarlínunni svo eitthvað sé nefnt. Ýmis félagasamtök hafa komið þar að. Þær tillögur sem eru u.þ.b. að koma í hús gera m.a. ráð fyrir því eftir því sem ég best veit að það sé ákveðinn staður sem fók getur leitað til ef það er í þeim hugleiðingum að ætla að svipta sig lífi. En ég hef tíma til að fara betur í gegnum það á eftir þegar við tökum til umræðu fyrirspurnina um forvarnastarfið þannig að ég ætla ekki að fara lengra út í það að sinni.