Lífeyristryggingar örorku- og ellilífeyrisþega

Miðvikudaginn 28. febrúar 2001, kl. 15:42:22 (5096)

2001-02-28 15:42:22# 126. lþ. 79.8 fundur 436. mál: #A lífeyristryggingar örorku- og ellilífeyrisþega# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur, 126. lþ.

[15:42]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Ég þakka fyrir að fá þessa fyrirspurn fram. Þetta er vandamál hjá mörgum örorkulífeyrisþegum að þegar þeir verða 67 ára gamlir og eru á fullum bótum að fara þá yfir á ellilífeyri. Það er lækkun á kjörum og ef nokkuð er þá aukast frekar útgjöldin hjá öryrkjum með hækkandi aldri, frekar en hitt. Það að lífeyririnn skuli lækka svo bratt eins og gerir með smávægilegri vinnu verður til þess að fólk heldur frekar að sér höndum eða hættir að vinna ef að hefur haft starfskrafta til að vinna. Það er einmitt þetta sem við viljum forðast og því tel ég að þessi umræða sé góð. Það verði að bæta úr þessu.