PCB-mengun í Reykjavík

Miðvikudaginn 28. febrúar 2001, kl. 18:08:26 (5101)

2001-02-28 18:08:26# 126. lþ. 79.17 fundur 469. mál: #A PCB-mengun í Reykjavík# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., KPál
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur, 126. lþ.

[18:08]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda fyrir þessa fyrirspurn og ráðherra fyrir svörin. Ég held að mjög mikilvægt sé að fylgjast einmitt með PCB-efnum í lífríkinu. Fyrir nokkrum árum lagði ég fram tillögu um að fylgst yrði með þrávirkum lífrænum efnum sem eru í jörðu eins og PCB, en PCB er nokkuð víða. Það varð heilmikið PCB-slys á Austfjörðum fyrir nokkrum árum en PCB hefur mælst á ýmsum stöðum hér við Ísland og við höfuðborgarsvæðið, m.a. var óvenjumikið PCB mælt í æðarfugli við Álftanes og einnig er vitað um PCB í Gufuneshaugunum. Tillaga mín og meðflutningsmanna minna var sú að vakta þessi svæði og ég veit ekki betur en hæstv. umhvrh., þáv. og núv., hafi fullan hug á því að fylgjast með þessum svæðum en umræðan er þörf.