Eftirlit með útlendingum

Fimmtudaginn 01. mars 2001, kl. 11:54:00 (5125)

2001-03-01 11:54:00# 126. lþ. 80.5 fundur 284. mál: #A eftirlit með útlendingum# (beiðni um hæli) frv. 7/2001, GÖ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 126. lþ.

[11:54]

Guðrún Ögmundsdóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Það má vel vera að þetta sé réttarbót. Það urðu hins vegar mjög miklar umræður í nefndinni um þá neikvæðu nálgun sem felst í orðalagi. Það sem skiptir máli fyrir mig er að kerfið sé gegnsætt. Meðan það er ekki þannig og við sjáum ekki í rauninni hvernig framkvæmdin er, sem er aðalatriði fyrir mér og aðalatriði fyrir þá sem þurfa að nýta sér þessi lög og þurfa að vinna með þau, meðan sú framkvæmd er ekki alveg skýr, þá vil ég ekki bera ábyrgð á því. En við höfum borð fyrir báru að ræða það í tengslum við stóra frv.