Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 05. mars 2001, kl. 16:54:28 (5190)

2001-03-05 16:54:28# 126. lþ. 81.8 fundur 329. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., JB (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 126. lþ.

[16:54]

Jón Bjarnason (um fundarstjórn):

Herra forseti. Af því að hv. síðasti ræðumaður, Jóhann Ársælsson, vék að því að formenn flokka væru ekki viðstaddir og nefndi þar sérstaklega Steingrím J. Sigfússon, þá get ég upplýst að hann ætlaði svo sannarlega að vera við þessa umræðu en var fyrir nokkuð löngu búinn að binda sig um miðjan daginn, milli klukkan fjögur og sex. Dagskrá breytist þannig hér í þinginu að ekki er hægt að sjá við öllu en að sjálfsögðu munum við koma að þessari umræðu eftir því sem efni standa til. Ég vildi upplýsa hv. þm. um þetta. Hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon mun koma jafnskjótt og hann getur. Hann var búinn að lofa sér þennan tíma en að honum loknum mun hann væntanlega koma hingað og taka þátt í þingstörfum.

(Forseti (ÍGP): Forseti þakkar þessar upplýsingar.)