Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 05. mars 2001, kl. 18:21:22 (5204)

2001-03-05 18:21:22# 126. lþ. 81.8 fundur 329. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 126. lþ.

[18:21]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Þetta eru að einhverju leyti svipaðar hugmyndir og við ræðum hérna en í þessu felst ákveðinn vandi. Eru það öll sveitarfélög sem eiga að fá þetta, og þá í hlutfalli við íbúafjölda eða hvernig verður það? Á Reykjavík að fá stóran hluta til sín? --- Nú er hv. þm. horfinn úr salnum og getur því ekki svarað en hann kemur kannski í umræðuna á eftir.

En ég hef athugasemdir við að það sé sett sem skilyrði að aflanum sé landað á einhverjum stað vegna þess að við erum komin með það gott flutningskerfi að það er hægt að landa aflanum á einum stað á landinu og flytja hann svo bara á hinn endann á landinu. Þess vegna er það engin trygging fyrir því að aflinn komi viðkomandi sveitarfélagi að gagni eða nýtist því þó að aflanum sé landað þar eins og gert er ráð fyrir í því frv. sem við ræðum hér.