Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 05. mars 2001, kl. 19:07:18 (5220)

2001-03-05 19:07:18# 126. lþ. 81.8 fundur 329. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 126. lþ.

[19:07]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Eitt fannst mér miklu merkast í ræðu hæstv. sjútvrh. Það var sú staðreynd að hann sneiddi algjörlega hjá því að gagnrýna inntak þeirrar leiðar sem við leggjum til með frv. okkar. Hæstv. sjútvrh. gagnrýndi tvenns konar útfærsluatriði, annars vegar framsalið og hins vegar gjaldtökuna.

Það er rétt hjá hæstv. ráðherra að það er bil að því er snýr að framsalinu. Það er rétt hjá honum. Varla þó svo mikið að ef menn raunverulega vilja ná sáttum verði það til úrslita.

Að því er gjaldtökuna varðar get ég ekki annað en verið honum hróplega ósammála. Um hana er farið með nákvæmlega sama hætti og um aðrar auðlindir í skýrslu auðlindanefndar. Það er sem sagt markaðurinn sem ræður en ekki pólitískar ákvarðanatökur framkvæmdarvaldsins. Það er það sem skiptir máli eins og hv. þm. Pétur H. Blöndal skýrði ákaflega vel í ræðu sinni.

Þetta finnst mér, herra forseti, skipta langmestu máli í ræðu hæstv. sjútvrh.