Stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða

Þriðjudaginn 06. mars 2001, kl. 18:22:50 (5263)

2001-03-06 18:22:50# 126. lþ. 82.7 fundur 480. mál: #A stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða# frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 126. lþ.

[18:22]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Það er hverju orði sannara að ekki hefur enn tekist að koma fjárhag allra sveitarfélaga í lag. Sem betur fer hefur mörgum þeirra tekist að ná valdi á fjármálum sínum og með breyttum sveitarstjórnarlögum hafa verið sköpuð skilyrði til þess að fylgjast betur með og aðstoða þau betur við að ná stjórn á fjármálunum.

Það er náttúrlega fjarri lagi að kenna kvótakerfinu um fólksfækkun á landsbyggðinni. Það hefur fækkað á Siglufirði þó að enginn kvóti hafi verið seldur þaðan heldur keyptur þangað kvóti. Það hefur fækkað í Vestmannaeyjum þó að Vestmanneyingar eigi tíunda part af öllum kvóta landsmanna.