Stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða

Þriðjudaginn 06. mars 2001, kl. 18:24:57 (5265)

2001-03-06 18:24:57# 126. lþ. 82.7 fundur 480. mál: #A stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða# frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 126. lþ.

[18:24]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Það er upp undir það jafnmiklum afla landað hlutfallslega á Vestfjörðum og fyrir daga kvótakerfisins. Ætli það sé ekki nálægt því vera það. Það hefur kannski minnkað um 1--2% sem landað er á Vestfjörðum frá því að kvótakerfið var sett á. Hitt er rétt að aflinn er öðruvísi samansettur eða hann er færður að landi með öðrum hætti en áður, því að það er búið að selja burtu stóru skipin, og hann er veiddur á minni skip, aflinn sem fluttur er að landi, er í meira mæli fluttur burt óunninn.