Stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða

Þriðjudaginn 06. mars 2001, kl. 18:27:47 (5267)

2001-03-06 18:27:47# 126. lþ. 82.7 fundur 480. mál: #A stofnun hlutafélags um Orkubú Vestfjarða# frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 126. lþ.

[18:27]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt að hafa það í huga í fyrsta lagi að það hefur engin félagsleg íbúð á Íslandi verið byggð nema samkvæmt ósk viðkomandi sveitarstjórnar. Bara svo að það sé klárt. Það er ekki ríkið sem setti þessar íbúðir þarna niður heldur voru það forráðamenn sveitarfélaganna sem óskuðu eftir því að það yrði gert á þeim tíma. En sleppum þessu.

Það er einmitt verið að reyna að hjálpa sveitarfélögum til að vinna sig út úr þessum vanda. Við getum reyndar ekki flutt fólk til til þess að fylla tómar íbúðir. Sem betur fer er að hægja á fólksstraumnum utan af landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið, í bili a.m.k., og vonandi verður það varanlegt. Það er að vísu mikið innstreymi af fólki á höfuðborgarsvæðið, en stærri hluti þess er frá útlöndum núna en hefur verið á undanförnum árum. En það er verið að reyna að hjálpa sveitarfélögunum til að klára sig af þessum vanda og það er fullur vilji til þess.