Fjárstuðningur við fjölskyldur langveikra barna

Miðvikudaginn 07. mars 2001, kl. 15:01:51 (5316)

2001-03-07 15:01:51# 126. lþ. 84.5 fundur 474. mál: #A fjárstuðningur við fjölskyldur langveikra barna# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., GHall
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 126. lþ.

[15:01]

Guðmundur Hallvarðsson:

Herra forseti. Ég fagna þessari umræðu. Þetta er vissulega þarft mál og nauðsyn að lausn fáist á svo allir megi nú sæmilega sáttir við una. Það kom hins vegar fram hjá hæstv. heilbrrh. sem ég vænti að hv. þingmenn hafi tekið eftir að aldrei hefur jafnmiklu fjármagni neinnar ríkisstjórnar verið varið til þessa málaflokks eins og nú. Ég tel hins vegar að það sé alveg rétt eins og fram hefur komið hjá þeim hv. alþm. sem hafa tekið til máls undir þessum lið að við eigum að beina þessu máli á vinnumarkaðinn. Það er eðlilegt ef meira á að gera að málið komi þaðan ásamt því sem auðvitað verður skoðað, eins og hér hefur verið komið inn á, tengingu við fæðingarorlof. Hins vegar vara ég við því að ganga of langt í þá áttina. Þar hefur áunnist réttarbót sem allir eru mjög sáttir við og við eigum að gæta þess að rýra ekki þann rétt sem þar hefur áunnist. Þess vegna er eðlilegt að þetta sé sérstaklega skoðað og verkalýðshreyfingin komi inn í þetta mál.