Forvarnir

Miðvikudaginn 07. mars 2001, kl. 15:16:22 (5322)

2001-03-07 15:16:22# 126. lþ. 84.6 fundur 508. mál: #A forvarnir# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÁMöl
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 126. lþ.

[15:16]

Ásta Möller:

Herra forseti. Hér er hreyft verðugu efni. Það er verið að leita eftir afstöðu ráðherra til þess að sameina áfengis- og vímuvarnaráð og tóbaksvarnanefnd. En vel að merkja hafa báðar þessar nefndir sérstaklega gert það að viðfangsefni sínu að beina vinnu sinni að börnum og unglingum. Það hefur sýnt sig að veruleg tenging er á milli þessara tveggja þátta. Það er mjög oft sem krakkar byrja á að reykja og fara síðan út í áfengi og önnur vímuefni þannig að árangur á einu sviði leiðir til árangurs á öðru sviði. Ég held því að sé mjög verðugt að íhuga það að sameina þessa tvo þætti. Við getum líka séð þá ánægjulegu staðreynd að þessar áherslur nefndanna hafa gert það að verkum að við erum að ná árangri. Tóbaksneysla hjá ungmennum hefur minnkað og áfengisneysla hefur jafnframt minnkað.