Aðgöngugjöld að þjóðgörðum

Miðvikudaginn 07. mars 2001, kl. 16:09:33 (5350)

2001-03-07 16:09:33# 126. lþ. 84.9 fundur 470. mál: #A aðgöngugjöld að þjóðgörðum# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 126. lþ.

[16:09]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Ég fagna svörum umhvrh. í þessu efni og ég vona að hún haldi áfram að fara varlega í þessu. Ég á erfitt með að hugsa mér að menn girði af þessar náttúruperlur okkar til þess að selja inn á þær og ég hvet til þess að menn skoði aðrar leiðir til þess að ná í þá fjármuni. Ég er ekki á móti því að menn finni sér leið til þess að skattleggja þetta en það verður helst að gera með einhverjum ráðum öðrum en að girða náttúruperlurnar af. Auðvitað er hægt að fara ýmsar leiðir eins og hefur verið bent á í þessari umræðu og ég hvet til þess að reynt verði að hafa það í huga að hafa ekki áhrif á landið og umgengnina með því að girða af náttúruperlur. Það er framlag mitt í þessa umræðu.