2001-03-07 16:21:33# 126. lþ. 84.10 fundur 468. mál: #A yfirlýsing Sameinuðu þjóðanna gegn fjölþjóðlegri, skipulagðri glæpastarfsemi# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., Fyrirspyrjandi KolH
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 126. lþ.

[16:21]

Fyrirspyrjandi (Kolbrún Halldórsdóttir):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. dómsmrh. svar hennar við fyrirspurninni og lýsi yfir ánægju minni með það að hæstv. ráðherra skuli ekki telja neitt því til fyrirstöðu að Íslendingar geti orðið aðilar að þessum samningi sem er nú til skoðunar í ráðuneytinu. En á það má benda, herra forseti, að þó að mansal sé strangt til tekið bannað samkvæmt íslenskri löggjöf, þá eru hegningarlögin ekki það fullkomin að þau standist í einu og öllu þau ákvæði sem banna mansal, eins og ég gat hér um áðan í upphafi máls míns, þar sem 206. gr. hegningarlaganna heimilar í sjálfu sér eða gerir ekki refsivert það athæfi að manneskja sé seld í kynlífsþrældóm, ef henni er einungis kunnugt um eðli þeirrar farar, tilgang fararinnar og hún sé orðin 21 árs gömul.

Þess ber að geta að málefni af þessu tagi eru mjög til umfjöllunar í alþjóðasamfélaginu núna og það er sjálfsagt að Alþingi Íslendinga fylgist mjög vel með þessum málum og sofni ekki á verðinum því að við vitum ekki nema angar af þeirri víðtæku glæpastarfsemi sem hér er til umfjöllunar, teygi sig hingað til lands.

Herra forseti. Ég ítreka þakkir mínar til hæstv. dómsmrh. fyrir svörin.