Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 08. mars 2001, kl. 11:53:44 (5389)

2001-03-08 11:53:44# 126. lþ. 85.4 fundur 146. mál: #A sveitarstjórnarlög# (einkafjármögnun og rekstrarleiga) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 126. lþ.

[11:53]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að það þurfi ekkert endilega að vera út úr neyð sem sveitarfélög kjósa að fara einkafjármögnunarleiðina að einhverju leyti. Mér er kunnugt um að vel rekin og mjög stöndug sveitarfélög hafa líka farið þessa leið. Það geta verið ýmsar orsakir til að sveitarstjórnarmenn telji sig ná hagstæðum samningum við þá sem standa fyrir einkafjármögnuninni þannig að þeim þykir það fýsilegur kostur. Það þarf ekki að vera neinn neyðarkostur.