Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 08. mars 2001, kl. 12:28:44 (5401)

2001-03-08 12:28:44# 126. lþ. 85.4 fundur 146. mál: #A sveitarstjórnarlög# (einkafjármögnun og rekstrarleiga) frv., ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 126. lþ.

[12:28]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta er alveg skýrt í lögunum hvernig þetta skuli vera gert og það er gert. Útfærsluatriðin á því hvernig einstök sveitarfélög gera það koma auðvitað fram í þeim reglum sem nefndin mun setja fram ef hún telur þörf á að breyta því, ef það er ekki nægilega skýrt. En ég held að okkur sé öllum ljóst og í öllum þeim umræðum sem við áttum m.a. í tekjustofnanefndinni um þessi mál var alveg ljóst að við vorum að tala um skuldbindingar. Það er eingöngu hvernig þetta birtist í reikningunum og að þetta sé samanburðarhæft á milli sveitarfélaga þannig að menn geti þá gert sér grein fyrir hver raunverulegur rekstrarkostnaður t.d. skóla er. Það er meginmálið.