Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 08. mars 2001, kl. 12:32:40 (5404)

2001-03-08 12:32:40# 126. lþ. 85.4 fundur 146. mál: #A sveitarstjórnarlög# (einkafjármögnun og rekstrarleiga) frv., Flm. GÁS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 126. lþ.

[12:32]

Flm. (Guðmundur Árni Stefánsson) (andsvar):

Herra forseti. Guð láti gott á vita, svo ég haldi áfram því sambandi við hann. Ef þetta gengur fram með þeim hætti sem hæstv. ráðherra talar um að bókhaldsnefndin og síðan hæstv. ráðherrann með regugerðarsmíð, fer þá leið sem frv. gerir ráð fyrir núna fyrir vorið, þá læt ég mér það svo sem í léttu rúmi liggja því þingvilji liggur ljós fyrir í þessum efnum, a.m.k. þeirra sem talað hafa. Við skulum sjá hvort verður á undan. En ég er því miður ekki alveg jafnbjartsýnn og hæstv. ráðherra því menn hafa verið að velkjast með þetta viðfangsefni.

Varðandi hitt málið hefur ríkisstjórnin ákveðið til þess að liðka fyrir kjarasamningum að fara leið Samfylkingarinnar og lækka tekjuskatta um 0,33% um næstu áramót. Menn geta kallað það hvaða nöfnum sem er. Ég vil hins vegar rifja það upp, herra forseti, einmitt í umræðum um þetta mál og þá brtt. sem við fluttum hér, þingmenn Samfylkingarinnar, við fjármál sveitarfélaga og tekjuskatts- og útsvarsmál þá komu aðilar vinnumarkaðarins beinlínis að því máli og vöktu á því athygli að einmitt þetta atriði gæti stefnt þessum samningi í hættu. Málflutningur okkar þingmanna Samfylkingarinnar var mjög í þessa veru, að menn væru einmitt að stefna þessum ákvæðum kjarasamningsins í hættu þegar hann yrði tekinn upp og endurmetinn. Því rennur enn upp þetta krataljós, þetta samfylkingarljós, fyrir ríkisstjórninni að þær raddir sem þessi málflutningur sem var hafður uppi í nóvember og desember kemur núna inn á borð ríkisstjórnarinnar núna. Ég segi bara: Komið þið fagnandi.