Greiðslur hlunninda og bifreiðastyrkja í ríkiskerfinu

Fimmtudaginn 08. mars 2001, kl. 13:45:14 (5417)

2001-03-08 13:45:14# 126. lþ. 85.5 fundur 158. mál: #A greiðslur hlunninda og bifreiðastyrkja í ríkiskerfinu# þál., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 126. lþ.

[13:45]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að samþykkt þessarar þáltill. mundi leiða til þess að menn sofnuðu á verðinum. Við megum ekki sofna á verðinum, herra forseti. Við verðum að breyta tillögunni þannig settur verði punktur fyrir aftan, láta fara fram heildarendurskoðun á greiðslum hlunninda og bifreiðastyrkja í ríkiskerfinu með það að markmiði að afnema þær þar sem þær eru launaígildi. Það væri miklu nær. Ég held að þingmenn gætu byrjað hjá sjálfum sér. Hv. forsn. ákveður dagpeninga þingmanna og þeir eru allt of háir.