Afkomutrygging aldraðra og öryrkja

Fimmtudaginn 08. mars 2001, kl. 16:18:09 (5450)

2001-03-08 16:18:09# 126. lþ. 85.10 fundur 207. mál: #A afkomutrygging aldraðra og öryrkja# þál., ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 126. lþ.

[16:18]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. talar um skattalækkun ríkisstjórnarinnar og allt hið góða sem af henni hlaust. En ég vil bara minna hv. þm. á það hver greiddi fyrir þessa skattalækkun. Hver greiddi fyrir hana? Ég veit ekki betur en það hafi verið lífeyrisþegar á lágmarksgreiðslum. Þeir eru komnir undir skattleysismörk sem eru eingöngu með greiðslur úr almannatryggingunum og búa einir og eru kannski með 70.000--73.000 kr., þeir borga skatta. Þeir borga tugi þúsunda í skatta á ári vegna þess að skattleysismörkin hafa staðið í stað í tíð ríkisstjórnarinnar þangað til nú nýlega. Þeir sem greiddu þessa skattalækkun fyrir fyrirtækin hjá þessari ríkisstjórn voru lífeyrisþegar. Ég vil bara minna hv. þm. á það. Þannig hefur þessi ríkisstjórn haft milljarða af lífeyrisþegum í landinu, bæði öldruðum og öryrkjum.