Dreifing á erótísku sjónvarpsefni

Mánudaginn 12. mars 2001, kl. 15:18:36 (5487)

2001-03-12 15:18:36# 126. lþ. 86.1 fundur 360#B dreifing á erótísku sjónvarpsefni# (óundirbúin fsp.), KolH
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 126. lþ.

[15:18]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Virðulegi forseti. Á síðustu dögum hafa borist af því fréttir að Landssíminn, sem er enn fyrirtæki í eigu ríkisins eins og allir vita, hafi tekið það á sínar herðar að dreifa svokölluðu erótísku myndefni inn á breiðbandið fyrir sjónvarpsstöðina Skjá 1.

Af fréttaflutningi sem við höfum heyrt af þessu máli virðist hér um að ræða efni sem þarf skoðunar við. Af því tilefni vil ég spyrja hæstv. menntmrh. hver aðkoma ráðuneytis hans og þá Kvikmyndaskoðun sé að svona málum. Hvernig mun ráðuneyti menntamála koma til með að sinna þessu eða skoða þetta? Er hér verið að dreifa efni sem samkvæmt öðrum lögum sem við búum við á Íslandi gæti mögulega verið þess eðlis að því ætti ekki að dreifa inn á heimili landsmanna þar sem börn og unglingar geta haft aðgang að efninu?