Dreifing á erótísku sjónvarpsefni

Mánudaginn 12. mars 2001, kl. 15:22:00 (5490)

2001-03-12 15:22:00# 126. lþ. 86.1 fundur 360#B dreifing á erótísku sjónvarpsefni# (óundirbúin fsp.), menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 126. lþ.

[15:22]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Það er misskilningur hjá hv. þm. að ég hafi heitið því að menntmrn. mundi líta á þetta mál. Það eru ákveðnar stofnanir sem hafa þær skyldur lögum samkvæmt, sjónvarpsfyrirtæki hafa sínar skyldur og allar þessar stofnanir hafa sínar skyldur lögum samkvæmt og ég hét því ekki að menntmrn. mundi láta þetta mál sérstaklega til sín taka.