Orð forsætisráðherra í utandagskrárumræðu

Mánudaginn 12. mars 2001, kl. 17:04:18 (5524)

2001-03-12 17:04:18# 126. lþ. 86.94 fundur 369#B orð forsætisráðherra í utandagskrárumræðu# (um fundarstjórn), BH
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 126. lþ.

[17:04]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Ég hlýt líka að gera athugasemd við það hér sem gerist því miður allt of oft á hinu háa Alþingi að hæstv. ráðherrar svara ekki þeim spurningum sem til þeirra er beint sem hv. þm. óska eftir svörum við og eiga rétt á að fá svör við að því er ég best hef skilið þingsköp, herra forseti. Ég fer þess vegna fram á það að hæstv. forseti kanni hvort ekki sé rétt að koma þeim skilaboðum til hæstv. ráðherra að þeir svari a.m.k. þeim spurningum sem til þeirra er beint hér í umræðunni í stað þess að nýta tíma sinn í ræðustóli til útúrsnúninga á borð við þau, ég vil segja nánast fúkyrði sem hér komu fram af hálfu hæstv. forsrh. í síðustu ræðu, herra forseti, í stað þess að nota tímann til að svara þeim spurningum sem til hæstv. ráðherra var beint. Hann hlýtur að hafa sömu skyldur og aðrir hæstv. ráðherrar að svara spurningum sem hv. þm. beina til hans. Eða hvað, herra forseti?