Orð forsætisráðherra í utandagskrárumræðu

Mánudaginn 12. mars 2001, kl. 17:05:44 (5526)

2001-03-12 17:05:44# 126. lþ. 86.94 fundur 369#B orð forsætisráðherra í utandagskrárumræðu# (um fundarstjórn), BH
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 126. lþ.

[17:05]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Það má vel vera að það sé stórt upp í sig tekið að tala hér um fúkyrði en það nálgast það a.m.k. að mínu mati þegar menn svara ekki spurningum sem til þeirra er beint, (Forsrh.: Bara eitt fúkyrði.) menn svara ekki spurningum sem til þeirra er beint, herra forseti, en eru þess í stað með útúrsnúninga á þeim málflutningi sem hv. þm. hafa borið fram og koma sér hjá því að svara eðlilegum spurningum sem til þeirra er beint.