Stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja

Mánudaginn 12. mars 2001, kl. 19:21:46 (5562)

2001-03-12 19:21:46# 126. lþ. 86.16 fundur 520. mál: #A stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja# frv. 10/2001, iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 126. lþ.

[19:21]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er í raun rétt hjá hv. þm. að það er engin sérstök stefnumörkun sem kemur fram í þessum frumvörpum. Þau eru ólík og þau fara dálítið hvort í sína áttina. En þau eru miðuð við aðstæður bæði tvö. Aðstæður eru ólíkar á þessum svæðum og það er ekki eitthvað sem ég kannski fyrst og fremst ber ábyrgð á. Það er alltaf erfitt að átta sig á því nákvæmlega hver gerir það en svona eru hlutirnir og það þarf stundum að horfast í augu við staðreyndir.

Um það að ríkið selji hlut sinn í Orkubúi Vestfjarða, þá hefur ekki komið fram neinn aðili sem væri tilbúinn að kaupa þann hlut. (GAK: Hefur það verið auglýst?)