Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Þriðjudaginn 13. mars 2001, kl. 15:17:12 (5589)

2001-03-13 15:17:12# 126. lþ. 87.5 fundur 521. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# (sala hlutafjár ríkissjóðs) frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 126. lþ.

[15:17]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Varðandi hlutafé bankanna í Noregi. Hv. þm. veit ekki betur en það hafi tapast. Ég kann ekki skil á þeim staðreyndum þannig að ég treysti mér ekki að fara út í umræður um það. Sennilega er það rétt að í einhverjum tilvikum hafi það tapast enda var þetta hrun. Það var hrun í þessu kerfi sem hafði stjórnast af hagnaðarvoninni einni án þess að þar kæmi samfélagsleg ábyrgð til sögunnar. Það er henni sem ég er að mæla bót, að menn hugsi á samfélagslega vísu. Mér finnst það bera vott um mikla þröngsýni að skoða hagnað á þeim þröngu nótum sem hv. þm. gerir. Ég hef stundum sagt að þetta sé mikil einföldun ef ekki einfeldni.