Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Þriðjudaginn 13. mars 2001, kl. 18:16:03 (5628)

2001-03-13 18:16:03# 126. lþ. 87.5 fundur 521. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# (sala hlutafjár ríkissjóðs) frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 126. lþ.

[18:16]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vildi að flokksbróðir hv. þm., Kristján L. Möller, hefði verið í þingsalnum til þess að hlusta á formanninn sinn þegar formaðurinn kallar það að spreða fé út um landið ef lánveitingar eru veittar til landsbyggðarinnar. Þetta er sem sagt stefna Samfylkingarinnar í sambandi við byggðamál og landsbyggð. Það er ekkert nýtt að ég vilji styrkja Byggðastofnun. Ég hef látið það koma fram oft og mörgum sinnum, bæði hér í þinginu og annars staðar í opinberri umræðu.