Viðskiptabankar og sparisjóðir

Þriðjudaginn 13. mars 2001, kl. 21:35:26 (5687)

2001-03-13 21:35:26# 126. lþ. 87.7 fundur 523. mál: #A viðskiptabankar og sparisjóðir# (verðtryggðar eignir og skuldir) frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 126. lþ.

[21:35]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. spyr hvort eitthvað sé á mínum borðum sem varði þetta. Það vill svo til að á borði hv. þm. er eitthvað sem varðar það sem hún talaði um því að búið er að dreifa frv. til vaxtalaga og þar er fjallað um þetta ákvæði en þar sem það mál er ekki á dagskrá, þá held ég að við þurfum ekki að fara frekar út í það núna (Gripið fram í.) en það verður tekið á dagskrá innan tíðar. Ég vildi að það gæti orðið í þessari viku en ég veit ekki hvort hæstv. forseti kemur því við.

Í því frv. er að sjálfsögðu fjallað um verðtryggingu en ég held að ég verði bara að halda hv. þm. spenntum þangað til hún fer að lesa það frv.