Viðbrögð við gin- og klaufaveiki

Miðvikudaginn 14. mars 2001, kl. 13:37:10 (5693)

2001-03-14 13:37:10# 126. lþ. 88.91 fundur 376#B viðbrögð við gin- og klaufaveiki# (aths. um störf þingsins), ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 88. fundur, 126. lþ.

[13:37]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Ástæðan fyrir því að þetta málefni er tekið upp undir dagskrárliðnum Athugasemdir um störf þingsins eru einfaldlega þær að hér er bráð vá á ferð sem má búast við að nái út um alla heimsbyggðina og kemur víða inn á löggjafarþinginu. Það er ekkert óeðlilegt að við viljum fá að vita hvort búast megi við eða hvort ástæða sé til að ætla að þingið þurfi að koma að þessu máli. Er löggjöfin á einhvern hátt þannig að það þurfi að herða hana, þannig að við höfum lagalega stoð til að setja allar þær varnir sem við höfum þekkingu á til að verja landið bæði fyrir riðuveiki og þá sérstaklega núna þessari bráðsmitandi pest, gin- og klaufaveikinni. Er eitthvað sem vantar upp á lagalega séð til að hæstv. ráðherra og yfirdýralæknir geti brugðist við eins og menn hafa bestu þekkingu til?