Viðbrögð við gin- og klaufaveiki

Miðvikudaginn 14. mars 2001, kl. 13:40:57 (5695)

2001-03-14 13:40:57# 126. lþ. 88.91 fundur 376#B viðbrögð við gin- og klaufaveiki# (aths. um störf þingsins), TIO
[prenta uppsett í dálka] 88. fundur, 126. lþ.

[13:40]

Tómas Ingi Olrich:

Herra forseti. Þær umræður sem hér hafa átt sér stað og settar eru fram undir formerkjum þess að ræða um störf þingsins eiga ekki heima þar. Hér fara fram efnislegar umræður um gin- og klaufaveiki, hugsanlega um fækkun á álftum og þetta á engan veginn heima um störf þingsins. Ef það hefði hins vegar komið í ljós að sá farvegur sem er til samkvæmt þingsköpum fyrir umræður af þessu tagi hefði ekki fengist nýttur af einhverjum ástæðum þá hefði það verið eðlilegt. En það vill nú svo til að hér eru á eftir fyrirspurnir til ráðherra og ekkert er eðlilegra en að koma fyrirspurnum af þessu tagi fyrir í eðlilegum farvegi þingsins. Ég mælist til þess, herra forseti, að menn misnoti ekki umræður um störf þingsins með þessum hætti.