Lög um vernd og nýtingu erfðaauðlinda

Miðvikudaginn 14. mars 2001, kl. 14:28:06 (5715)

2001-03-14 14:28:06# 126. lþ. 89.3 fundur 464. mál: #A lög um vernd og nýtingu erfðaauðlinda# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., JB
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 126. lþ.

[14:28]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að koma með þessa spurningu. Þetta er afar brýnt mál sem hún er að spyrjast fyrir um, þ.e. um vernd og nýtingu erfðaauðlinda hér á landi. Ég fagna því eins og kom fram í máli hæstv. ráðherra að verið sé að vinna að þessu máli, að verið sé að vinna að því að undirbúa löggjöf sem lýtur að þessu.

Ég hefði viljað heyra tímasetningar í þessu. Ég hefði í alvöru, herra forseti, viljað heyra tímasetningar um hvenær slíkt frv. til laga væri væntanlegt sem hún var að tala um því það er svo brýnt að við fáum löggjöf um verndun erfðaefna og erfðaauðlinda okkar sem stendur vörð um þær og er sem tæki til nýtingar þeirra. Við horfum nú á innflutning á norskum laxi. Mjög mikilvægt er, herra forseti, að allt þetta fái sem allra fyrst sterka og góða löggjöf.