Hjólreiðamenn á Reykjanesbraut

Miðvikudaginn 14. mars 2001, kl. 14:44:25 (5724)

2001-03-14 14:44:25# 126. lþ. 89.4 fundur 490. mál: #A hjólreiðamenn á Reykjanesbraut# fsp. (til munnl.) frá samgrh., ÁMöl
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 126. lþ.

[14:44]

Ásta Möller:

Herra forseti. Hér er hreyft mikilvægu máli. Við vitum að hjólreiðar eru holl hreyfing og það er mikill og vaxandi áhugi meðal fólks að nýta sér þennan ferðamáta á milli staða og jafnvel til vinnu.

Mikil þörf er á samræmingu í skipulagningu á hjólreiðabrautum. Við vitum t.d. að fólk sem ferðast á hjólum milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur lendir í ógöngum því að annað sveitarfélagið hefur skipulagt hjólabrautirnar meðfram ströndinni en hitt hefur lagt þær uppi í landi. Fólk lendir því á dauðum enda öðrum megin og þarf að leita að hinum endanum í hinu sveitarfélaginu. Ég legg því áherslu á að hvort sem þetta verður á höndum ráðuneytisins eða á höndum sveitarfélaga þá fari fram samræming í þessum efnum þannig að fólk þurfi ekki að lenda úti í móa þegar það kemur út á enda hjólreiðabrautar.