Kostnaðarskipting ríkis og sveitarfélaga

Miðvikudaginn 14. mars 2001, kl. 15:47:40 (5754)

2001-03-14 15:47:40# 126. lþ. 89.9 fundur 518. mál: #A kostnaðarskipting ríkis og sveitarfélaga# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., GAK
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 126. lþ.

[15:47]

Guðjón A. Kristjánsson:

Herra forseti. Mig langar aðeins til þess að leggja orð í belg og varpa einni spurningu til hæstv. heilbrrh. Ef það er svo að það sé stefna heilbrrh. að yfirtaka fjármögnun sveitarfélaga yfir til ríkisins að þessu leyti, eins og skilja má, er það þá e.t.v. líka á döfinni stefnumótun í þá veru í framtíðinni að ríkisstjórnin sé e.t.v. að huga að því að kaupa eignarhlut sveitarfélaganna í sjúkrastofnunum?