Fjöldi öryrkja

Miðvikudaginn 14. mars 2001, kl. 16:01:40 (5760)

2001-03-14 16:01:40# 126. lþ. 89.10 fundur 544. mál: #A fjöldi öryrkja# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., PHB
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 126. lþ.

[16:01]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Sem betur fer er það svo að mjög fáir, fyrir utan þá sem eru ævilangt fatlaðir, eru 100% öryrkjar, þ.e. algjörlega vanhæfir til að vinna. Flestir geta unnið eitthvað, sumir kannski helming, aðrir einn þriðja, einn fjórða o.s.frv. Hins vegar eru allir Íslendingar settir í tvo flokka sem öryrkjar, annaðhvort fá menn örorkustyrk ef þeir eru minna en 65% öryrkjar eða fá 100% örorkulífeyri.

Spurning mín til hæstv. ráðherra er þessi: Er þetta svo hjá öðrum þjóðum að fólk er annaðhvort að fullu öryrkjar eða ekki? Og er það ekki mjög skaðlegt fyrir öryrkja að mega ekki nýta vinnugetu sína sem þeir hafa til þess að stunda störf í þjóðfélaginu?